skip to Main Content

Sagan:

Orkuvirki var stofnað árið 1975 af nokkrum rafverktökum og tæknimönnum á höfuðborgarsvæðinu. Megintilgangur fyrirtækisins var að takast í sameiningu á við verkefni sem voru of stór fyrir einstaka verktaka. Starfsemi fyrirtækisins var ekki samfelld fyrr en 1994. Þangað til voru gerð tilboð í verk sem hentuðu fyrirtækinu og unnin þau tilboð sem fengust.

Árið 1994 varð Orkuvirki að fullu eign Tryggva Þórhallssonar og fjölskyldu hans. Frá 2003 eru eigendur Tryggvi Þórhallsson, Þórhallur Tryggvason og Kristján Guðmundsson.

Eftir rúmlega 30 ára starf skiptist starfsemin í hönnun og eigin framleiðslu á háspennuaflrofaskápum og lágspennudreifitöflum ásamt uppsetningu raforkuvirkja fyrir viðskiptamenn.

Í samstarfi við aðra hefur Orkuvirki einnig tekið að sér verkefni á öðrum sviðum iðnaðar.

Eigin framleiðsla er einkum gerðarprófaðir aflrofaskápar fyrir háspennu, 12 kV (til 36 kV). Orkuvirki er umboðsaðili fyrir lágspennubúnað frá töfluframleiðandanum Eaton Holec í Danmörku. Mest hafa verið notaðir töfluskápar af gerðinni Tabula.

Undanfarin ár hefur vinna á uppsetningarstað verið samfelld við verkefni fyrir viðskiptamenn, svo sem við stækkun álvers í Straumsvík, byggingu álvers á Grundartanga og stækkun þess, byggingu Hellisheiðarvirkjunar og ýmis verk hafa líka verið unnin fyrir Landsvirkjun, Landsnet, Rafmagnsveitur ríkisins, Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur, auk smærri verkefna í raforku- og iðnaðargeiranum.

Orkuvirki er í hópi reyndustu raftæknifyrirtækja á Íslandi og hefur umtalsverða reynslu á vélasviði. Fyrirtækinu hefur löngum tekist að ná í rétta aðila til samstarfs hverju sinni til hagsbóta fyrir viðskiptamenn um verkefnin sem liggja fyrir.

Back To Top