skip to Main Content

Öryggismál – Stefna Orkuvirkis

 

Orkuvirki vill vera traust fyrirtæki þekkt fyrir að veita starfsmönnum sínum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi.  Ætlast er til að öryggi sé ávallt í fyrirrúmi við störf starfsmanna.  Markmiðið er slysalausir verkstaðir og að menn bíði ekki tjón á heilsu sinni við störf á vegum fyrirtækisins.

Starfsmenn skulu ávallt gera sér grein fyrir hvar hættur kunna að leynast, sýna nauðsynlega aðgát, fylgja öryggisreglum sem í gildi eru og láta vita um óeðlilegar eða hættulegar aðstæður.  Ekki síst skal líka hafa í huga þær óskrifaðar reglur og góðar starfsvenjur sem starfsmenn vinna eftir.  Alltaf þarf að hafa í huga að víða þar sem starfsmenn Orkuvirkis eru við störf er unnið nálægt háspennu og/eða við háa strauma og sterkt segulsvið, með fyrirferðarmikla og þunga hluti og í vinnuhæð sem telst afbrigðileg.  Allar ráðstafanir á vinnustað skulu miða að því að draga úr áhættu sem þetta getur skapað.

Markmiðið með því að beita kerfisbundnu vinnuverndarstarfi í Orkuvirki er að:

  1. stuðla að því að starfsmenn séu verndaðir gegn hvers konar heilsuvá eða heilsutjóni sem stafa kann af vinnu þeirra eða vinnuskilyrðum,
  2. stuðla að því að vinnu sé hagað þannig að starfsmenn fái verkefni við hæfi og stuðla að andlegri og líkamlegri aðlögun þeirra að starfsumhverfinu,
  3. draga úr fjarvistum frá vinnu vegna veikinda og slysa með því að auka öryggi og viðhalda heilsu starfsmanna á vinnustað,
  4. stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna.

Fylgja skal íslenskum lögum og reglum (lög nr. 46/1980, reglum nr. 547//1996 og reglugerð nr. 920/2006), ásamt þeim sérstöku reglum sem viðskiptamenn setja fyrir hvern vinnustað.

 

Öryggisnefnd

Í Orkuvirki er starfrækt öryggisnefnd samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar.  Í henni eru:

  • Yfirverkefnastjóri
  • Gæðastjóri
  • Tveir fulltrúar starfsmanna, – öryggistrúnaðarmenn.

Öryggisnefndin fer yfir og endurskoðar öryggis- og heilsuverndarmál fyritækisins minnst einu sinni á ári.  Sér í lagi skal hún endurskoða þá áætlun um öryggi og heilbrigði sem liggur fyrir og laga hana að aðstæðum eins og þær eru á hverjum tíma.  Nefndin skal koma saman fjórum sinnum á ári (í samræmi við gr. 17 í reglugerð nr. 920/2006).

Allir starfsmenn Orkuvirkis skulu sækja skyndihjálparnámskeið með millibili sem öryggisnefndin ákveður.

Fyrir hvern verkstað Orkuvirkis þar sem starfa fleiri en 10 manns er settur sérstakur öryggisvörður og öryggistrúnaðarmaður.  Annars staðar sjá fastur öryggisvörður og öryggistrúnaðarmaður fyrirtækisins um málaflokkinn.  Að jafnaði er verkefnisstjóri eða verkstjóri öryggisvörður fyrirtækisins, en einn starfsmanna er öryggistrúnaðarmaður.

 

Öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka

Orkuvirki er löggiltur rafverktaki og vinnur eftir Öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka í samræmi við kröfur Neytendastofu.

Áhættugreining

Fyrir vinnu á einstökum verkstöðum gerir Orkuvirki áhættugreiningu sem lúta að þeim verkþáttum sem búast má við að þurfi að vinna þar.  Hún skal liggja fyrir ásamt áætluðum ráðstöfunum til þess að minnka áhættu, hjá verkefnisstjóra og verkstjóra Orkuvirkis.

Verkefnisstjóri verkefna gerir þessa sérstaku áhættugreiningu fyrir verkefni sem hann vinnur að.  Stuðst er við leiðbeiningar Vinnueftirlits ríkisins.  Einkum skal farið yfir:

  • Mögulega áhættuþætti á verkstað
  • Möguleg áhrif á heilsu starfsmanna
  • Hvernig draga má úr hættu og heilsuspillandi áhrifum
  • Gera þar að lútandi ráðstafanir.

Í öryggisáætlun fyrir verkstaði Orkuvirkis skal meðal annars koma fram:

  • Heiti og staðsetning verksins
  • Heiti hönnuða, eiganda og helstu tengiliða ásamt símanúmerum
  • Neyðarsímanúmer sem nota skal
  • Reglur sem gilda á vinnusvæðinu (kröfur viðskiptamanns)
  • Mögulegar forvarnir vinnustaðarins
  • Upplýsingar um söfnunarsvæði við stórslys

Eyðublað fyrir áhættugreiningu verka liggur fyrir í sérsttöku skjali.

 

Verkþáttalýsingar / Vinnulýsingar (Method Statement)

Fyrir mjög sérstaka verkþætti skal gerð verþáttaklýsing.  Í henni skal koma fram hvað á að gera, hvernig það skal gert, hverjir gera og hver ber ábyrgð.

Verkþættir sem þetta á við um geta t.d. verið:

  • Sérstakir flutningar, utan venjulegs starfssviðs Orkuvirkis
  • Sérstakir verkþættir unnir í nálægð háspennu
  • Annað sem sérlega er ákveðið hverju sinni.

 

Vinna við háspennuvirki

Þegar unnið er við háspennuvirki sem eru þegar í rekstri, við viðgerðir eða breytingar á þeim skal fylgt sérstakri vinnulýsingu Orkuvirkis, sem er útfyllt og kynnt verkkaupa fyrirfram.

Í þessari vinnulýsingu er tilgreint hverjir koma að verki frá Orkuvirki og frá eiganda virkjanna, hvaða undirbúnings er þörf frá verkkaupa og Orkuvirki og að Orkuvirki hefur ekki vinnu við verkþátt fyrr en heimild liggur fyrir frá verkkaupa.  Orkuvirki væntir þess að verk sé unnt að vinna samfellt án meiriháttar truflana.  Við verklok tilkynnir Orkuvirki verkkaupa að verki sé lokið og hann setur búnað og tæki aftur í rekstur.

Starfsmenn Orkuvirkis stýra aldrei rofum eða búnaði í háspennuvirkjum í rekstri og á ábyrgð annarra.

 

Farartæki á verkstöðum

Um notkun farartækja á verkstöðum Orkuvirkis fer eftir almennum umferðarreglum að viðbættum sérstökum reglum sem verkkaupi setur.

Back To Top