skip to Main Content
Stefna Orkuvirkis
Gæði
- uppfylla kröfur viðskiptamanna um gæði og væntingar
- starfsfólk sé vel þjálfað, hæft í sínu fagi og ánægt í starfi
- leggja áherslu á virkt stjórnkerfi og hafa alþjóðlega vottun (ISO 9001:2015)
- starfsemin byggist á trausti og fagmennsku
- fylgja fyrirmælum, lögum og reglum sem við eiga um starfsemina
- skila hagkvæmum tæknilausnum sem hæfa hverju verkefni
- vinna að stöðugum umbótum í starfseminni
- vera fyrirmyndarvinnustaður
Starfsmenn
- búa starfsmönnum aðstöðu þannig að fyrirtækið sé öruggur og eftirsóknarverður vinnustaður
- hvetja til stöðugrar þróunar og metnaðar í starfi t.d. með þjálfun og endurmenntun
- stuðla að góðum starfsanda og gagnkvæmum sveigjanleika í starfsumhverfi, þar sem þarfir fjölskyldu og vinnu fari saman
- styðja við félagsstarf og heilsueflingu starfsmanna
Vinnuvernd og vinnuumhverfi (ÖH&U)
- traust fyrirtæki, þekkt fyrir að veita starfsmönnum og þeim sem starfa við verkefni á vegum þess öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi
- stuðla að því að öryggi og heilsa sé í fyrirrúmi við störf starfsmanna og allar ráðstafanir á verkstað miði að því að minnka áhættu og draga úr hættum
- stuðla að aukinni heilsu-, öryggis- og vinnuumhverfisvitund meðal starfsmanna og þeirra sem starfa við verkefni á vegum Orkuvirkis, – með fræðslu og þjálfun
- fylgja lögum og reglum er snúa að vinnuvernd og vinnuumhverfismálum, ásamt sérstökum kröfum sem viðskiptamenn setja í þessum málaflokkum
- leggja áherslu á virkt stjórnkerfi vinnuverndar og vinnuumhverfis og hafa alþjóðlega vottun (ISO 45001:2018)
Umhverfismálefni
- aðföng séu nýtt á hagvæman hátt, efni og tækjabúnaður sé eftir föngum endurnýtt og förgun úrgangs og spilliefna sé gerð á skipulega ábyrgan hátt. Hönnun og framkvæmdir skulu miða að því að takmarka röskun á umhverfi og lífríki
- skilgreina umhverfisþætti starfseminnar, stýra þeim og vakta árangur
- fylgja lögum á sviði umhverfismála
- hafa virkt stjórnkerfi og starfa eftir alþjóðlega vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi (skv. ISO 14001). Horfa til stöðugra umbóta í starfsemi
- hvetja og þjálfa starfsfólk fyrirtækisins og aðra sem vinna fyrir það til góðrar umgengni um náttúru, umhverfi og lífríki
Back To Top