skip to Main Content

Orkuvirki tekur fullan þátt í innviðauppbyggingu

Landsnet hefur ákveðið að semja við Orkuvirki um uppsetningu á nýju 220 kV tengivirki á Hólasandi norðan við Mývatn, ásamt nýju 220 kV tengivirki á Rangárvöllum Akureyri sem mun tengjast núverandi 132 kV virki sem þar er fyrir.  Verktíminn er frá júlí/ágúst 2020 til loka árs 2021.

Verkið tekur til hönnunar, framleiðslu og uppsetningu á 220kV og 132kV háspennu-, stjórn- og varnarbúnaði.  Samstarfsaðilar Orkuvirki þegar kemur að búnaði eru m.a. Hyosung frá Suður Kóreu og ABB (Johan Rönning).

Orkuvirki mun sjá um alla hönnun og uppsetningu á háspennu-, stjórn- og varnarbúnaði sem styður við þá stefnu fyrirtækisins að byggja upp reynslu og hæfni á Íslandi til að takast á við verkefni af þessum toga en verkefnið er án efa eitt af þeim stærri sem boðin hafa verið út í þessum geira.

Markmið framkvæmdarinnar og verkefnisins er bætt orkunýting, aukin flutningsgeta og að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi.

 

Back To Top