skip to Main Content

Meitill GT Tækni og Orkuvirki hafa undirritað samstarfssamning

Meitill GT Tækni ehf. og Orkuvirki ehf. ákveðið að ganga til formlegs samstarfs sem tekur til þjónustu við stóriðjufyrirtæki og orkusækinn iðnað á Íslandi. Það er mat stjórnenda fyrirtækjanna að víðtækir möguleikir felist í samstarfinu þegar tvö öflug fyrirtæki leggja krafta sína saman en fyrirtækin eiga langa sögu þegar kemur að þjónustu við stór fyrirtæki í orkusæknu umhverfi á Íslandi.

 

Meitill GT Tækni á rætur sínar að rekja í viðhaldsdeild Íslenska Járnblendifélagsins allt aftur til ársins 1979 og veitir þjónustu á sviði málm-, véla-, rafmagns- og farartækja. Orkuvirki er tækni- og verktakafyrirtæki sem stofnað var 1975 og hefur yfir að ráða víðtækri þekkingu og reynslu á öllu sem við kemur háspennu, lágspennu og orkuafhendingu.

 

Meitill GT Tækni og Orkuvirki bjóða upp á lausnir fyrir þá sem krefjast þess að fá örugga og skjóta þjónustu, og hafa fyrirtækin á að skipa öflugum iðn- og tæknimönnum með mikla reynslu á sínum fagsviðum.

 

Innan fyrirtækjanna er mikil starfsmannaþekking þegar kemur að öllu sem snýr að véla- og rafmagnsvinnu, hvort heldur sem um er að ræða viðhaldsverkefni, nýframkvæmdir, fyrirbyggjandi og reglubundið viðhald.

 

Virkt samstarf beggja fyrirtækja býður uppá meiri og víðtækari þjónustu ásamt auknu þjónustustigi fyrir okkar viðskiptavini.

 

Fyrirtækin eru með ISO 9001 vottun, vottaða suðuferla, og löggildingu A og B á rafmagnssviði.

Back To Top