skip to Main Content

VARAAFL OG SNJALLNET Á VESTFJÖRÐUM

28.04.2015

Mikilvægum áfanga í að auka orkuöryggi á Vestfjörðum var fagnað í Bolungarvík í dag. Þá tók iðnaðar- og viðskiptaráðherra formlega í notkun nýja varaaflstöð Landsnets, nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða í Bolungarvík og snjallnetskerfi fyrir Vestfirði – sem er samheiti yfir ýmsar tækninýjungar á sviði flutnings og dreifingar raforku á svæðinu. Verkið tók rúm tvö ár og kostaði um 1,5 milljarð króna en alls hefur Landsnet fjárfest fyrir rúma þrjá milljarð      a í bættu orkuöryggi vestra á liðnum árum.

Orkuvirki sá um uppsetningu og útvegun rafbúnaðar fyrir stöðina ásamt deilihönnun. Orkuvirki hefur fyrir löngu sannað sig sem einn öflugast verktaki landsins á þessu sviði og voru starfsmenn fyrirtækisins lykilaðilar við uppsetningu og forritun snjallnetsins.

Tilkoma snjallnetsins og varaaflsstöðvarinnar hefur styrkt raforkukerfið vestra verulega og stytt til muna straumleysistíma. Þannig var viðbragðstími í straumleysi fyrir tíma snjallnetsins vart undir hálfri klukkustund á norðanverðum Vestfjörðum, s.s. á Ísafirði og í Bolungarvík, en í þeim truflunum sem orðið hafa eftir að varaaflsstöðin og snjallnetið komu til sögunnar hafa almennir notendur á svæðinu verið komnir með rafmagn að nýju eftir 1-2 mínútur.

Snjallnetið á Vestfjörðum er hið fyrsta sinnar tegundar á landinu.  Einnig er nýlunda að varaaflsstöð, eins og er í Bolungarvík, þjóni stórum landshluta. Afkastagetan samsvarar orkunotkun norðanverðra Vestfjarða en sex 1,8 MW dísilvélar eru í stöðinni. Framkvæmdir við varaaflsstöðina hófust árið 2013 og tók verkið rúm tvö ár. Kostnaðaráætlunin var um 1,5 milljarður króna en alls hefur Landsnet fjárfest fyrir rúma þrjá milljarða á síðustu þremur árum til að bæta orkuöryggið vestra.

Myndband: 
Varaafl og snjallnet á Vestfjörðum

Varaafstöð_Bolungarvík

Mynd af vef Landsnet. Ný varaaflstöð í Bolungarvík

Varaafstöð_Bolungarvík_starfsmenn_að_vinnu

Starfsmenn Orkuvirkis vinna við uppsetningu á rafbúnaði.

Frá athöfninniFrá athöfninni_2

Frá athöfninni þegar varaaflstöðin var tekin formlega í notkun.

ómar Benediktsson stjórnarmðaur Landsnets

Ómar Benediktsson stjórnarmaður Landsnets við stjórn og varnarskápa fyrir 66 kV búnað.

 Tryggvi 2000 OBV_2Tryggvi 2000 OBV

12 kV aflrofaskápar af gerð Tryggvi 2000 frá Orkuvirki sem tengja varaaflið við netið.

Back To Top