skip to Main Content

Ný ofurtölva tekin í notkun.

Ný ofurtölva Veðurstofu Íslands VÍ og dönsku veðurstofnunar DMI var nýlega tekin í notkun að Bústaðarvegi í Reykjavík.  Samstarf íslensku og dönsku veðurstofanna hefur verið náið og langvarandi eða allt frá stofnun hennar sem spratt út frá þeirri dönsku.

 

Ofurtölvan sjálf er gríðarmikil smíði og er hún 700 TFLOPS og tekur um 400 kW í notkun.  Hún getur reiknað um 700.000.000.000.000 reikniaðgerðir á hverri sekúndu sem samsvarar til 25.000 meðal fartölva og vegur hún um 14 tonn.  Tölvunni er ætlað gera spálíkön og hjálpa til við rannsóknir á veðri og loftslagsbreytingum. Tölvan er af gerðinni CRAY XC30 sem hefur verði einn öflugast ofurtölvuframleiðandi heims allt frá árinu 1970.

 

Ástæða þessa að ofurtölvunni var valinn staður hér á landi er fyrst og fremst hagstætt veðurfar þar sem hiti fer sjaldan yfir 20 gráður í Reykjavík eða að meðaltali 15 klst. á ári og sjaldan undir -10 gráður og þarf þar af leiðandi minni orku heldur en annarstaðar í heiminum til að kæla og hita rými tölvunar.    Auk þess er raforkuverð hagstætt hér á landi.

 

Orkuvirki kom að uppbyggingu rafkerfa fyrir ofurtölvuna með smíði nýs aðaldreifiskáps, auk undirdreifinga og sá um tengingu strengja.  Orkuvirki er stolt að hafa tekið þátt í þessu verkefni og mun þetta bætast í reynslubanka fyrirtækisins sem mun nýtast fyrirtækinu í framtíðinni.

 

 

 

 

2015-12-09 17.55.14  2015-12-09 18.03.002015-12-09 17.56.47

2015-12-09 18.04.02 2015-12-09 18.04.16 2015-12-09 18.07.182015-12-09 17.56.402015-12-09 18.02.46

Back To Top