skip to Main Content

Orkuvirki tók þátt í Boxið 2016

Laugardaginn 12. nóvember tók Orkuvirki þátt í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem ber nafnið Boxið. Þar keppa lið frá framhaldsskólum landsins í lausnum þrauta sem fyrirtæki í tæknigeiranum leggja fyrir nemendur og fá þau hálftíma til að leysa verkefnin.

Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin og alls tóku 21 lið frá 13 skólum þátt í keppninni. Átta lið komust áfram í úrslit sem haldin voru um helgina. Liðin sem kepptu til úrslita í ár voru frá FB, FSU, Kvennó, MH, MK, ML, MR og Tækniskólanum.

Verkefnið sem Orkuvirki lagði fyrir nemendur fólst í því að að koma rafmagni aftur á tvö tengivirki sem tekin höfðu verið úr rekstri vegna viðhalds. Leysa átti þrautina með því að opna og loka háspennurofum í réttri röð til að koma rafmagni aftur á. Einnig þurftu þau reikna út viðnám rásar og tengja hana rétt. Þrautin var krefjandi og liðin stóðu sig öll með prýði en það var lið Kvennaskólans sem skoraði hæst og veittum við þeim auka verðlaun fyrir þá frammistöðu.

Auk Orkuvirkis tóku þátt eftirfarandi fyrirtæki: CCP, Íslenskir Aðalverktakar (ÍAV), Marel, Matís ORF líftækni, Trefjar og Verkís.

Sigurvegari keppninnar að þessu sinni var Menntaskólinn við Hamrahlíð MH.  Óskar Orkuvirki þeim innilega til hamingju með sigurinn.

 

Meira um keppnina hér.

http://www.ru.is/haskolinn/frettir/mh-vann-boxid-2016

 

img_0558 img_0551 img_0548 img_0538 img_0537 img_0535

 

Back To Top