skip to Main Content

Orkuvirki tekur þátt í verkefinu Atvinnutengt nám.

Orkuvirki hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu Atvinnutengt nám í samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Verkefnið felur í sér:

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir verkefni sem heitir Atvinnutengt nám fyrir grunnskólanema,  fyrir nemendur í 9. og 10.bekk í Reykjavík.

Atvinnutengdu námi er ætlað að mæta þörfum nemenda á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur sem einhverra hlutavegna líður ekki vel.  Margar ástæður geta legið þar að baki eins og námsleiði, námsörðuleikar eða erfiðar félagslegar aðstæður sem geta haft áhrif á skólagöngu og námsáragaur.  Verkefninu er ætlað að stuðla að vellíðan nemendanna og gefa þeim tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr fyrir utan skólastofuna.  Verkefnið styður við hugmyndina um einstaklingsmiðað nám sem eflir sjálfstraust og áhuga til frekara náms þar sem sérstök stundatafla er útbúin fyrir hvern og einn nemanda með tilliti til atvinnuþátttökunnar.  Aðalmarkmið Atvinnutengds náms er að bæta líðan nemenda og gefa þeim tækifæri til að vinna með styrkleika sína í gegnum verkefnið.

 

Nánar um verkefnið hér: https://reykjavik.is/thjonusta/atvinnutengt-nam

 

Back To Top