skip to Main Content

Nýr framkvæmdastjóri Orkuvirkis

Guðmundur Sigvaldason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Orkuvirkis og mun hefja störf í febrúar 2020.

Guðmundur hefur undanfarin sjö ár starfað sem framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi og leitt þar mikla og öfluga uppbyggingu félagsins.  Þá var hann stjórnandi og verkefnastjóri hjá Mannvit og einum forvera þess Rafhönnun árin 1997 til ársbyrjunar 2013.  Guðmundur lauk rafvirkjaprófi árið 1992, rekstrar- og rafmagnsiðnfræði prófi frá Tækniskólanum 1996 og MBA prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2009.

„Ég hlakka til að tak­ast á við þetta spenn­andi verk­efni. Ég þekki Orkuvirki vel og veit að þar starfar öfl­ugt og reynslu­mikið fólk.  Starf­semin bygg­ir á traust­um og gömlum grunni sem við ætl­um að halda áfram að þróa og efla.  Orkuvirki er spennandi fyrirtæki og félagið hefur mörg góð tækifæri til að sækja fram og stækka.

Rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur og mun taka breyt­ing­um á næstu árum, sem ger­ir starfið mjög áhuga­vert,“ að sögn Guðmundar.

Guðmundur verður í hluthafahópi Orkuvirkis.

 

Back To Top