Creditinfo framkvæmir árlega fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat á fyrirtækjum landsins og birtir í kjölfarið lista…
Nýir dreifiskápar fyrir gagnaver Advania Mjölnir 3.
Orkuvirki afhendir tvo nýja dreifiskápa fyrir nýtt gagnaver Advania Mjölnir 3 á Fitjum í Reykjanesbæ. Um er að ræða Tabula dreifiskáp fyrir línurofa frá Hager ásamt mælingu fyrir útganga. Skáparnir eru hannaðir af Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar. Smíðin gekk hratt fyrir sig og skilaði Orkuviki skápunum á aðeins fjórum vikum frá því pöntun var staðfest.
Byggingin sem hér um ræðir er 1300m2 límtrésbygging, klædd með yleiningum og lituðu bárujárni og mun hýsa um 1500 netþjóna og 95m2 starfsmannaaðstöðu og verkstæði.
Í miðjubili verða 2 dreifistöðvar, með 2 spennum hver og er orkuþörf gagnaversins um 4,5 MW.
Myndband: