Skrifað hefur verið undir verksamning um smíði og uppsetningu nýrra dreifiskápa fyrir Advania Data Center. Um er að ræða skápa fyrir Gagnaverið Mjölni að Fitjum í Reykjanesbæ. Það voru þeir Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Orkuvirkis og Benedikt Gröndal frá Advania DC sem rituðu undir samninginn fyrir hönd sinna fyrirtækja.