Fimmtudaginn 21. Október, tók Orkuvirki við viðurkenningu fyrir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Þetta er í sjötta skipti sem Orkuvirki…
Vegna COVID-19 faraldurs
Starfsemi Orkuvirkis mun taka tímabundnum breytingum næstu vikurnar
Vegna COVID-19 faraldurs hefur verið gripið til ráðstafana sem allar miða að því að tryggja heilsu og öryggi starfsmanna og óskerta þjónustu við viðskiptavini.
Á Tunguhálsi þar sem skrifstofa, tækni- og verkfræðihluti og verkstæði eru hefur verið tekið tillit til tilmæla Landlæknis varðandi aukinn þrif snertiflata og sótthreinsun almennt. Starfsemi mötuneytis hefur verið einfölduð og breytt, og passað upp á fjöldatakmarkanir á hverjum tíma. Fjarlægða er sömuleiðis gætt eftir kostum meðal starfsmanna og í samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila.
Sumir okkar starfsmanna hafa flutt vinnustöðvar sínar heim og vinna í fjarvinnu. Starfsmönnum hefur verið skipt upp í tvo hópa og er um helmingur starfsmanna að störfum hverju sinni. Með þessu er reynt að tryggja eðlilega starfsemi fyrirtækisins.
Um tímabundnar ráðstafanir er að ræða og munu starfsmenn Orkuvirkis tryggja að öll þjónusta og samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila séu eðlileg og góðum farvegi.