[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_column_text]Orkuvirki hefur flutt inn lágspennurofaskápa frá framleiðandanum Eaton-Holec, gerð Tabula, undanfarin 20 ár. Framleiddar hafa verið ótal töflur þar sem rofaskápar af þessari gerð eru notaðir. Aðaltöflur, mótordreifingar og undirdreifingar eru í orkuverum, iðnaði, hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum víða um land. Helsti búnaður sem settur er í þessa rofaskápa hefur verið frá öllum meginframleiðendum rofabúnaðar, svo sem Siemens, ABB, Schneider, en rofaskáparnir henta sérlega vel fyrir rofa frá framleiðandanum Schneider (Merlin Gerin).
Í seinni tíð hefur aukist framleiðsla á jafnspennutöflum fyrir allt að 220 V spennu, bæði fyrir hjálparbúnað aðveitustöðva og fyrir varaafl frá geymum.
Helstu eiginleikar Tabula rofaskápa eru:
Gerðarprófaðir 690 V (400/230 V) aflrofaskápar, 260 til 7.800 A
Prófað í samræmi við staðalinn IEC IEC/EN 60439 (1 og 3)