skip to Main Content

Ný aðaldreifing fyrir Veðurstofu Íslands

Orkuvirki hefur undirritað samning um smíði og uppsetningu á nýrri aðaldreifingu fyrir Veðurstofu Íslands.  Um er að ræða aðaldreifiskáp með tveimur 1250 A aðalrofum, fyrir heimtaug og varafl.

 

Verkið er liður í því að Veðurstofa Íslands og danska veðurstofan DMI hafa gert með sér samningi um stór aukið samstarf á sviði rannsókna og verðurtengdrar þjónustu.  Sett verður upp ný ofurtölva til útreikninga í þessu samstarfi.

 

Nýja tölvan er tíu sinnum stærri en sú sem danska veðurstofan er nú með, og þarf því miklu meira rafmagn, sem er mun ódýrara hér. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að orkusparnaðurinn sé 440 megawattstundir á ári, sem samsvari rafmagnsnotkun 100 heimila.

 

 

VÍ_aðaldreifing         SnZo-Bustadavegur-7-04280

Back To Top