Meginstoðir

Verktakar

Orkuvirki tekur að sér verk fyrir verkkaupa, annað hvort sem sjálfstæður verktaki eða sem undirverktaki fyrir aðra. Fyrirtækið er löggiltur rafverktaki í samræmi við íslenskar reglur þar um, með A- og B-löggildingu. Helsti styrkur fyrirtækisins liggur í mannauð og reynslu og fá rétta aðila til samstarfs hverju sinni um verkefnin sem liggja fyrir.
Orkuvirki er tæknifyrirtæki með mikla sérfræðiþekkingu þegar kemur að tengivirkjum, spennistöðvum, dreifistöðvum, veitukerfum og iðnaði ýmiskonar. Fyrirtækið hefur hefur komið að hönnun virkja og stöðva frá upphafi verkefna og einnig sinnt breytingum sem verða í tímans rás með þróun tæknibúnaðar.

Lágspennuskápar

Orkuvirki flytur inn skápaefni frá Eaton-Holec

Helstu eiginleikar Tabula rofaskápa eru:

– Gerðarprófaðir 690 V skápar, 260 A til 7.800 A
– Prófað í samræmi við IEC 60439 (1 og 3)

Kennistærðir eru:

– 600/1.000 V (prófspenna 2/3,5 kV)
– Allt að 7.500 A
– Allt að 120 kA (í 1 s), 276 kA (peak)

Skápar notaðir bæði fyrir AC og DC og jafnvel rafgeyma

Millispennuskápar

Eigin framleiðsla Orkuvirki á TRYGGVI 2000 fyrir aðveitustöðvar og dreifistöðvar

Helstu eiginleikar:

– Gerðarprófaðir 12 kV aflrofaskápar, 630 A til 2.500 A
– Prófaðir í samræmi við staðalinn IEC 61271-200
– Ljósbogaprófun (internal arc test)

Kennistærðir:

– 12 kV (28/75 kV)
– 31,5 kA og ljósbogaprófun (31,5 kA í 1s)
– Málstærð safnteina allt að 2.500 A
– Einfaldir eða tvöfaldir safnteinar

Stjórn- og varnarbúnaður og samskipagáttir

Orkuvirki hannar og smíðar stjórnkerfi fyrir veitur:

– Stjórn- og varnarliðar frá þekktum framleiðendum
– Annar stjórnbúnaður eftir óskum viðskiptamanna
– Samskiptagáttir
– Deilihönnun og forritun

Undanfarin ár hefur hluti stjórn- og varnarbúnaðar orðið sífellt stærri hluti í verkum Orkuvirkis. Helgast þetta af aukinni sjálfvirkni í rafveitukerfum og betri búnaði til fjargæslu.
Fyrirtækið hefur unnið mest með varnarliða frá ABB, sem og stöðvartölvur og fjarskiptagáttir. Varnarliðar sem fyrirtækið hefur sett upp skipta hundruðum á undanförnum árum. Í hvern millispennuaflrofaskáp sem framleiddur er í Orkuvirki er settur sambyggður stjórn- og varnarliði. Þessir liðar og liðar annarra framleiðenda hafa möguleika á samskiptum við fjargæslukerfi.
Í mörgum stöðvum þar sem settir eru stjórn- og varnarliðar með samskiptamöguleikum er einnig sett upp samskiptagátt. Orkuvirki notar nú oftast búnað af gerðinni ABB, COM6xx, en einnig hafa verið sett upp kerfi af öðrum gerðum. Þá hefur Orkuvirki sett upp MicroSCADA fjargæslukerfi í aðveitustöðvum.

Þjónusta

Orkuvirki býður upp á fjölbreytta tækni og verktaka þjónustu þegar kemur að háspennu og lágspennu. Fyrirtækið býður einnig upp á þjónustu við mælingar og prófanir á rafbúnaði s.s. DC kerfi ofl.
– Rafgæðamælingar
– Rafgeymaprófanir
– Ástandsprófanir á rofabúnaði

Orkuvirki hefur mikla reynslu og þekkingu á spennum og oliumeðhöndlun við uppsetningu þeirra. Fyrirtækið hefur yfir að ráða sérhæfðan tækja- og mælibúnað við uppsetningu spenna.
– Olíuhreinsibúnaður
– Lofttæmibúnaður
– Olíuprófunarbúnaður
– Mælibúnaður

Skrifstofa

Tunguháls 3
110 Reykjavík

Hringdu

520-7800

Tölvupóstur

orkuvirki@orkuvirki.is