skip to Main Content

Orkuvirki hlýtur nafnbótina Framúrskarandi fyrirtæki 4.árið í röð að mati Creditinfo.

Creditinfo framkvæmir árlega fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat á fyrirtækjum landsins og birtir í kjölfarið lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla öll skilyrði. Þau fyrirtæki sem standast kröfurnar teljast framúrskarandi að mati Creditionfo.

Greining Creditinfo leiðir í ljós að 624 fyrirtæki af rúmlega 35.000 eða um 1,7% af skráðum fyrirtækjum á Íslandi standast kröfur sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2015. Orkuvirki er í þessum hópi, fjórða árið í röð.

Ábyrgur og stöðugur rekstur og fjárhagslegur styrkur skipta fyrirtæki, viðskiptavini þeirra, atvinnulíf og samfélagið í heild miklu máli. Orkuvirki er því afar stolt af árangri fyrirtækisins og þeirri viðurkenningu að teljast framúrskarandi fyrirtæki. Þessi árangur næst með frábæru starfsfólki fyrirtækisins og traustu og árangursríku samstarfi við okkar góðu viðskiptavini.

Orkuvirki vill nota tækifærið og þakka viðskiptavinum fyrirtækisins á Íslandi og erlendis það traust sem fyrirtækinu hefur verið sýnt, og starfsmönnum afbragðs framgöngu. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

 

Skilyrðin eru:
•  Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
•  Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
•  Að sýna jákvæðarekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
•  Að ársniðurstaða sé verið jákvæð þrjú ár í röð
•  Að eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú ár í röð
•  Að eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
•  Að framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
•  Að fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo

 

Nánari upplýsingar má sjá hér. https://www.creditinfo.is/

Back To Top