Creditinfo framkvæmir árlega fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat á fyrirtækjum landsins og birtir í kjölfarið lista…
Samningur vegna tengiverkefna á Suðurlandi
Þann 6. Nóvember 2014, undirituðu Orkuvirki og NKT cabel í Svíþjóð samning um tengingar og eftirlit með lagningu 66kV háspennustrengja á suðurlandi fyrir Landsnet, annars vegar milli Þorlákshafnar og Selfoss og hins vegar milli Hellu og Hvolsvallar.
Þetta kemur til með að auka enn frekar við kunnáttu á okkar sérþjálfuðu starfsmönnum til þessara tenginga og kemur kennari frá Þýskalandi til að þjálfa menn í þeim tengingum.
Einnig þarf Orkuvirki að bæta við sérhæfðum tækjabúnaði til verksins og teljum við með þessum samningi verði Orkuvirki einna fremst fyrirtækja í 66kV tengingum á Íslandi.
Á myndinni sjást: til vinstri , Þórhallur Tryggvason framkvæmdastjóri Orkuvirkis og til hægri Magnus Björklund sölustjóri hjá NKT Svíþjóð.