skip to Main Content

Verktakar

Orkuvirki hefur alltaf tekið að sér verk fyrir verkkaupa, annað hvort sem sjálfstæður verktaki eða sem undirverktaki fyrir aðra. Fyrirtækið er löggiltur rafverktaki í samræmi við íslenskar reglur þar um, með A- og B-löggildingu. Helsti styrkur fyrirtækisins liggur í að fá rétta aðila til samstarfs hverju sinni um verkefnin sem liggja fyrir.

Stjórn- og varnarbúnaður

Undanfarin ár hefur hluti stjórn- og varnarbúnaðar orðið sífellt stærri hluti í verkum Orkuvirkis. Helgast þetta af aukinni sjálfvirkni í rafveitukerfum og betri búnaði til fjargæslu.

Fyrirtækið hefur unnið mest með varnarliða frá ABB, sem og stöðvartölvur og fjarskiptagáttir.

Varnarliðar sem fyrirtækið hefur sett upp skipta hundruðum á undanförnum 10 árum.  Í hvern millispennuaflrofaskáp sem framleiddur er í Orkuvirki er settur sambyggður stjórn- og varnarliði. Þessir liðar og liðar annarra framleiðenda hafa möguleika á samskiptum við fjargæslukerfi.

Í mörgum stöðvum þar sem settir eru stjórn- og varnarliðar með samskiptamöguleikum er einnig sett upp samskiptagátt.  Orkuvirki notar nú oftast búnað af gerðinni ABB, COM6xx, en einnig hafa verið sett upp kerfi af öðrum gerðum. Þá hefur Orkuvirki sett upp kringum tíu MicroSCADA fjargæslukerfi í aðveitustöðvum.

Back To Top